Undirbúningur

Sparaðu tíma - komdu vel undirbúin/n

Undirbúningur

Lágmarksupplýsingar verða að liggja fyrir svo mögulegt sé fyrir okkur að teikna upp eldhús, bað eða skápa fyrir þig. Til að spara tíma og óþarfa snúninga, biðjum við þig að hafa eftirfarandi atriði í huga áður en þú kemur í heimsókn til okkar, með það að markmiði að biðja okkur að teikna fyrir þig nýja innréttingu:

Leiðbeiningabæklingar

Það er mikilvægt að vel takist við uppsetningu innréttinga og því höfum við gert greinargóða leiðbeiningabæklinga til að styðjast við. Sölumenn Brúnás-innréttinga eru ávallt reiðubúnir til að veita góð ráð í gegnum síma og geta að sjálfsögðu bent á góða smiði kjósirðu þjónustu þeirra.

Leiðbeiningar fyrir eldhúsinnréttingar
Leiðbeiningar fyrir fataskápa

  1. Grunnteikningu af íbúðinni í mælikvarða 1:100 eða 1:50
  2. Grunnmynd af öllu herberginu er teiknuð og því þarf sem bestar upplýsingar.
  3. Ef teikna á innréttingu í eldhús þarf sem nákvæmust mál af rýminu sem teikna á. Þ.m.t. staðsetningu á hurðum, gluggum, ofnum, vatnsstútum, lofthæð og fleira sem áhrif hefur á úrlausnina.
  4. Ef teikna á baðinnrétingu þarf lengdar og breiddarmál af öllu baðherberginu. Einnig staðsetningu á hurðum, gluggum salerni, baði, sturtu, vatnsstútum fyrir handlaug og fleira sem áhrif hefur á úrlausnina.
  5. Ef teikna á klæðaskápa í svefnherbergi eða forstofu, þarf lengdar og breiddarmál af herberginu ásamt staðsetningu á hurðum, gluggum, lofthæð og fleira sem áhrif hefur á úrlausnina.