Við leysum þetta saman
Það er vandasamt en jafnframt skemmtilegt að velja nýjar innréttingar og gildir þá einu hvort verið sé að innrétta heimili eða vinnustað. innréttingar fylgja fjölskyldu eða starfsfólki árum saman og verða fljótt hluti af hinu daglega umhverfi. Með réttu vali á innréttingum skapast hlýlegt og þægilegt umhverfi, en um leið góð og traust vinnuaðstaða.
Innréttingar eru hluti af ferlinu við byggingu eða breytingu húsa og þá er mikilvægt að tímasetningar standist við framleiðslu þeirra og afhendingu. Brúnás-innréttingar eru íslensk hönnun og rótgróin íslensk framleiðsla, sem á sér nær hálfrar aldar sögu. Þeir sem velja Brúnás-innréttingar, velja gæði, öryggi og endingu.
Jón Hávarður
Framkvæmdastjóri
Lausnirnar okkar
Efnisval
Efnisval skiptir miklu máli þegar kemur að því að velja sér innréttingu. Dökkt, ljóst, spónlagt eða bæsað úrvalið er mjög fjölbreytt og ættu því allir að geta fundið sinn uppáhalds lit. Við bjóðum uppá flest allan spón svo sem eik, hnotu, beyki, ask, kirsuberjavið, mahogny, tekk og fleira Við bæsuð einnig spóninn í mörgum fallegum tónum sem og lökkum. Melaminplötur eru einnig vinsæll kostur sem við bjóðum uppá sem og að sprautulakka útfrá NCS litakerfinu.